Fréttir

Íbúar vilja auðga mannlífið – samkeppni um útlistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur

Reykjavíkurborg efnir til samkeppni um gerð útilistaverks í Vesturbæ Reykjavíkur. Samkeppnin er haldin í kjölfar íbúakosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020.

Listin á tímum samkomubanns

Listasafn Reykjavíkur verður lokað frá og með morgundeginum 24. mars vegna samkomubanns. Við reiknum með að opna safnið aftur 14. apríl. Á meðan lokun varir viljum við koma til móts við gesti okkar með öðrum hætti og bendum á ýmsar leiðir til þess að njóta listarinnar.

Listasafn Reykjavíkur

Viðburðum á vegum Listasafns Reykjavíkur verður frestað frá og með mánudeginum 16. mars á meðan samkomubann er í gildi. Safnið verður opið eftir sem áður.

Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund: Síðasta sýningarhelgi

Sýningu Unu Bjargar Magnúsdóttur, Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, í D-sal Hafnarhúss lýkur sunnudaginn 15. mars.

Sýningaopnun – Ásgerður Búadóttir: Lífsfletir og Jóhannes S. Kjarval: Að utan

Laugardag 22. febrúar kl. 16.00 verða opnaðar sýningar á verkum myndlistarmannanna Ásgerðar Búadóttur og Jóhannesar S. Kjarvals í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum.

Get ekki teiknað bláklukku: Síðasta sýningarhelgi

Síðasti dagur sýningarinnar Jóhannes S. Kjarval: Get ekki teiknað bláklukku er sunnudagurinn 16. febrúar.

Veggteikning #415 A, 1984/2020. Úr safneign Liliana Tovar, Stokkhólmi. Ljósmynd: Vigfús Birgisson.

Sýning á verkum bandaríska myndlistamannsins Sol LeWitt verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20.00. Þetta er í fyrsta skipti sem verk hans eru sýnd á Íslandi.

Dagskrá Safnanætur 2019

Það verður fjölbreytt dagskrá í Listasafni Reykjavíkur á Safnanótt á föstudaginn kemur. Opið langt fram á kvöld og eitthvað við allra hæfi í safnhúsunum þremur.