Viltu taka þátt í gjörningi?

Gígju Jónsdóttir - Nánd í þremur þáttum

Listasafn Reykjavíkur auglýsir eftir þátttakendum í gjörningi listakonunnar Gígju Jónsdóttur Nánd í þremur þáttum.

Gjörningurinn er hluti af dagskrá sýningarinnar Haustlaukar II, sem mun eiga sér stað 24. september - 18. október.
 
Gígja Jónsdóttir leitar eftir pörum á öllum aldri til þess að taka þátt í 5 mínútna gjörningi sem mun eiga sér stað í almannarými laugardaginn 26. september kl. 15 og á internetinu miðvikudaginn 30. september kl. 20. 

Þátttakendur eru beðnir um að mæta á ákveðinn stað kl. 14.30, laugardaginn 26. september, gjörningurinn mun fara fram hálftíma síðar. Fyrir seinni gjörninginn eru þátttakendur beðnir um að taka þátt í æfingu þriðjudaginn 29. september kl. 20.00 heiman frá sér á internetinu. Gjörningurinn fer svo fram daginn eftir, miðvikudaginn 30. september kl. 20.00 - á internetinu.
 
Áhugasamir hafi samband við Gígju í tölvupósti á netfangið gigjajons@gmail.com

Að launum fá þátttakendur þakklætisvott frá Listasafni Reykjavíkur.