Viðburðum frestað vegna samkomubanns

Listasafn Reykjavíkur

Viðburðum á vegum Listasafns Reykjavíkur verður frestað frá og með mánudeginum 16. mars á meðan samkomubann er í gildi. Safnið verður opið eftir sem áður. Fylgst verður með fjölda gesta í safnhúsunum og þess gætt að gestir geti haldið hæfilegri fjarlægð sín á milli og hafi aðgang að handlaugum, sápu og handspritti.