Við lokum kl. 16.30 í dag vegna veðurs

Erró, Óveður, 2011

Listasafn Reykjavíkur lokar klukkan 16.30 í dag vegna veðurs. Hafnarhús, Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn verða lokuð frá þeim tíma.  Almannavarnir og Veðurstofan vara við ofsaveðri eða fárviðri á landinu síðdegis og í kvöld. Veðrið skellur fyrst á Suðurlandi og er ekki ráðlegt að vera á ferðinni þar eftir klukkan 12 á hádegi. Annars staðar á landinu, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, er ráðlegt að vera ekki á ferðinni eftir klukkan fimm síðdegis.