Úlfur Karlsson: Við erum ekki hrædd-D23

Úlfur Karlsson

Sýningunni Við erum ekki hrædd á verkum eftir Úlf Karlsson (f. 1988) lýkur sunnudaginn 20. desember  í D-sal Hafnarhússins. Úlfur hóf feril sinn sem kvikmyndagerðarmaður en sneri sér að listmálun meðan hann var í námi í Valand listaháskólanum í  Gautaborg þaðan sem hann útskrifaðist árið 2012. Verk hans eru marglaga sögur og atvik sem þróast í veröld sem hafa hvort í senn vísun í bæði raunverulegan og ævintýralegan heim. Úlfur býr og starfar hér á landi og verk hans hafa verið sýnd í Svíþjóð, Grikklandi og Íslandi.  

Í D-sal Hafnarhúss eru að jafnaði sýnd verk eftir listamenn sem hafa ekki áður haldið einkasýningar í stærri söfnum landsins. Markmið sýningaraðarinnar er að gefa efnilegum listamönnum tækifæri til að vinna innan vébanda safnsins og beina athygli gesta að nýjum og áhugaverðum kröftum inna listheimsins. Á árinu 2016 er áætlað að alls verði fimm sýningar í sýningaröðinni. Fyrsti listamaðurinn til að sýna í D-salnum árið 2016 er Sæmundur Þór Helgason. Aðrir eru þau Berglind Jóna Hlynsdóttir, Arnfinnur Amazeen, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Örn Alexander Ámundason.

Sýningarstjóri er Yean Fee Quay.

Vefsíða listamannsinshttp://www.ulfurkarlsson.com/