Tveir fyrir einn fyrir menningarkorthafa á Kjarvalsstöðum

Menningarkorthafar fá tveir fyrir einn af aðgangseyri á Kjarvalsstaði í október sem þýðir að þeir geta boðið með sér gesti og tveir fyrir einn af kaffi á veitingarstað safnsins.

Á Kjarvalsstöðum eru tvær sýningar í boði, samsýningin Kvennatími – Hér og nú þrjátíu árum síðar þar sem á þriðja tug kvenna sýnir verk sín. Verkin á sýningunni  spanna ýmsar aðferðir, miðla og hugmyndir. Hin sýningin á Kjarvalsstöðum nefnist, Út á spássíuna – textar, skissur, og pár í list Kjarvals. Þar sést glitta í margbrotnar hliðar Kjarvals: Rithöfundinn, skáldið, nýyrðasmiðinn, vininn, samferðamanninn en umfram allt listamanninn sem alltaf kemur á óvart.