Tryggðu þér aðgang að spennandi sýningum og viðburðum með árskorti Listasafns Reykjavíkur

Árskort Listasafns Reykjavíkur

Árskort Listasafns Reykjavíkur veita aðgang að öllum sýningum og viðburðum á vegum safnsins – í Hafnarhúsi, Ásmundarsafni og á Kjarvalsstöðum (nema annað sé tekið fram).

Árskort sem gildir fyrir einn kostar 4600 kr.
Árskort sem gildir fyrir 1 + gest kostar 6900 kr.
Árskort sem gildir fyrir 28 ára og yngri kostar 3900 kr.

Árskortin veita einnig 10% afslátt í vefverslun Listasafns Reykjavíkur og safnverslunum og 5% á veitingastaðnum Klambrar Bistro á Kjarvalsstöðum.

Hægt er að kaupa árskortin í móttökum safnhúsanna þriggja.