Tilkynnt um verðlaunahafa

Listaverk í Vesturbæ

Tilkynnt verður um sigurvegara í samkeppni um nýtt útilistaverk í Vesturbæ þriðjudaginn 18. ágúst kl. 12.00. Athöfnin fer fram sjávarmegin við Eiðsgranda í Reykjavík til móts við Keilugranda. 

Dagskrá:
Ásta Olga Magnúsdóttir, fulltrúi íbúaráðs í dómnefnd býður fólk velkomið og segir stuttlega frá dómnefndarstörfum.
Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, kynnir niðurstöðu dómnefndar og höfundana.
Höfundar sigurtillögunnar ávarpa samkomuna.

Alls bárust 70 tillögur í samkeppnina. Í forsendum hennar var kveðið á um að verkið skyldi auðga mannlíf í Vesturbæ, fegra eða virkja vannýtt svæði og skapa spennandi umhverfi. 

Reykjavíkurborg efndi til samkeppninnar í kjölfar íbúakosningar í verkefninu Hverfið mitt 2020. Á meðal þess sem Vesturbæingar kusu var að halda samkeppni um gerð útilistaverks í hverfinu.