16.05.2022
Þrjú útgáfuverk Listasafns Reykjavíkur hlutu útgáfustyrk frá Miðstöð íslenskra bókmennta


Miðstöð íslenskra bókmennta hefur í ár úthlutað 28 millj.kr. til 54 verka. Alls bárust 72 umsóknir um útgáfustyrki og sótt var um 75 millj.kr í allt. Listasafn Reykjavíkur hlaut í ár styrk fyrir útgáfu þriggja verka:
Hildur Hákonardóttir. Höfundur Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur
Guðjón Ketilsson. Höfundur Markús Andrésson. Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur
Listasafn Reykjavíkur 50 ára. Höfundur Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Útgefandi: Listasafn Reykjavíkur
Hér má sjá yfirlit yfir alla styrkþega ársins 2022.