Þórálfur er nýr í jólavættafjölskyldunni

Þórálfur er nýr í jólavættafjölskyldunni

Þórálfur er nýr í jólavættafjölskyldunni sem birtist á húsveggjum víða í miðbænum í desember. Þórálfur er afar reglusamur og ákveðinn, enda sér hann um allar sóttvarnir í helli jólasveinanna. Hann á það til að skella sér óvænt til byggða á aðventunni til að næla sér í nauðsynjar og þá er eins gott að passa vel upp á sprittbrúsana sína og grímurnar.

Jólavættaleikurinn er skemmtilegur ratleikur fyrir alla fjölskylduna. Finndu fjórar vættir og svaraðu spurningum með því að fara inn á QR kóðan á skilti hjá hverri vætt, eða inn á www.borginokkar.is Verið velkomin að sjá alla jólavættina í fjölnotarýminu í Hafnarhúsi. Munið fjöldatakmarkanir skv. tilmælum almannavarna.