Þjónustustjóri Listasafns Reykjavíkur

Listasafn Reykjavíkur auglýsir laust til umsóknar nýtt starf þjónustustjóra safnsins.

Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur þar sem tækifæri gefst til að kynnast fjölbreytileika myndlistar. Safnið hefur það hlutverk að safna, rannsaka og miðla íslenskri myndlist og hefur ríkar samfélagslegar skyldur sem lúta að því að auka menningarlæsi og vitund um gildi myndlistar. Í Listasafni Reykjavíkur er lögð áhersla á góða þjónustu þannig að upplifun gesta sé jákvæð bæði hvað varðar samskipti og umhverfi. 

Þjónustustjóri stuðlar að því að þjónustuviðmót safnsins sé jákvætt og hvetjandi gagnvart gestum. Hann er næsti yfirmaður starfsmanna í móttöku og safnverslunum, hefur umsjón með þjálfun þeirra ásamt því að skipuleggja og manna vaktir. Hann ber ábyrgð á safnverslunum Listasafns Reykjavíkur, tekur þátt í stefnumótun í tengslum við verslanirnar og sér um að framfylgja henni í gegnum vöruval, framsetningu og kynningu á vörum. Hann tekur þátt í eftirfylgd þjónustustefnu gagnvart starfsfólki safnsins og þjónustukönnunum gagnvart gestum þess. 

Næsti yfirmaður er deildarstjóri þjónustu- og rekstrar.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.  

Upplýsingar um starfið gefur Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, olof.kristin.sigurdardottir@reykjavik.is, s. 4116400.

Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar.
​Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2018. 

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.