Sýningarlok: Sýningunum Uppbrot og Þetta er okkar fyrsta og síðasta verk lýkur sunnudaginn 16. október

Uppbrot í Ásmundarsafni.

Sunnudagurinn 16. október er síðasti sýningardagur tveggja sýninga í Listasafni Reykjavíkur. Annars vegar er um að ræða sýninguna Uppbrot í Ásmundarsafni og hinsvegar sýninguna Þetta er okkar fyrsta og síðasta verk í D-sal Hafnarhússins.

Uppbrot er sýning á verkum höggmyndalistamannsins Ásmundar Sveinssonar og myndlistarkonunnar Elínar Hansdóttur í Ásmundarsafni. Á sýningunni rýnir Elín í verk Ásmundar, glímir við arfleið hans og leitar áður ókannaðra flata. Elín og Ásmundur vinna með þrívíddina á ólíkan hátt, hann fangar form í efni, hún endurskilgreinir rýmið.

Þetta er okkar fyrsta og síðasta verk er sýning á verkum Ingibjargar Sigurjónsdóttur í D-sal Hafnarhússins. Sýning Ingibjargar er 27. sýningin í D-salar röð Listasafns Reykjavíkur þar sem upprennandi listamönnum er gefinn kostur á að sýna verk sín í opinberu safni í fyrsta sinn. Ingibjörg skúlptúrgerir hið ljóðræna og óhlutbundna í leit sinni að sannleikanum og fegurðinni.