21.03.2022
Sýningarlok á Ferðagarpinum Erró

Síðasti dagur sýningarinnar Ferðagarpurinn Erró er sunnudagurinn 27. mars.
Ferðalög Errós gegna mikilvægu hlutverki í tilurð verka hans. Hvert sem hann fer sankar hann að sér hundruðum mynda. Hann nýtir þær í samklippuverk sem smám saman verða að málverkum. Hugmyndin um ferðalög og tilfærslur birtist í mörgum verkum, þar sem hann notar mótíf eins og flugvélar, eldflaugar, lestir, fugla, hesta eða jafnvel ofurhetjur.
Öll verkin eru í eigu Listasafns Reykjavíkur.