Sýningarlok – EITTHVAÐ úr ENGU: Myndheimur Magnúsar Pálssonar

Sýningarlok og leiklestur: The Offs

Síðasti dagur sýningarinnar EITTHVAÐ úr ENGU: Myndheimur Magnúsar Pálssonar er sunnudagurinn 5. janúar.

Í myndlist er Magnús lykilmaður í hinum miklu breytingum sem urðu á þeim vettvangi á sjöunda og áttunda áratugnum. Við endurskoðun á eðli listsköpunar varð til nýtt myndmál sem byggðist á gagnrýnni afstöðu til listasögunnar fram að því en opnaði um leið nýjar leiðir til framtíðar.

Sunnudagana 29. desember og 5. janúar lesa Félagar í Nýlókórnum úr bókverkinu The Offs eftir Magnús Pálsson. Upplesturinn fer fram í C-sal. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.