Sýningalok á Hugboð, Aftur í sandkassann: Listir og róttækar kennsluaðferðir og Class Divider

Sunnudaginn 10. apríl lýkur þremur sýningum í Hafnarhúsi: Hugboð, innsetning Moniku Grzymala í A-sal Hafnarhússins, sýningunni Aftur í sandkassann: Listir og róttækar kennsluaðferðir og innsetningu Berglindar Jónu Hlynsdóttur, Class Divider í D-sal.

Innsetning Grzymala í Hafnarhúsi er persónulegt viðbragð listakonunnar við rými safnsins, innblásið af ljóðinu Envoi eftir mexíkóska rithöfundinn Octavio Paz. Jaroslav Anděl, sýningarstjóri Aftur í sandkassann: Listir og róttækar kennsluaðferðir, valdi að sýna verk nokkurra samtímalistamanna sem spyrja spurninga um eðli og hlutverk menntunar og líta jafnframt á sköpun sem lykilþátt í samfélaginu. Vísað er til hugmynda umbótasinna og hugsjónamanna á sviði menntamála og tvær mótsagnakenndar hliðar menntunar eru dregnar fram. Berglind Jóna Hlynsdóttir, fjallar um stéttskiptingu í almenningsrýminu.