Sumarstörf: Viðhald útilistaverka

Hafmeyjan í Tjörninni

Viðhald og viðgerðir á útilistaverkum í eigu Reykjavíkurborgar
Umsóknarfrestur: 25.05.2020
Sótt er um HÉR

Óskað er eftir aðstoðarfólki við viðhald og viðgerðir á útilistaverkum í Reykjavík. Verkefnin eru fjölbreytt og unnin að miklu leyti utandyra. Í starfinu felast m.a. þrif, að vaxbera bronsstyttur, að lagfæra stöpla, aðstoð við gerð ástandsskýrslna og önnur minniháttar viðhaldsverkefni. Leitað er að námsmönnum sem stunda nám og/eða hafa reynslu og þekkingu á sviði forvörslu, myndlista, safnafræði, ýmissa iðngreina eða tengdum fögum. Þekking á skráningarvinnu er kostur.  Leitað er að samviskusömum einstaklingum sem hafa til að bera nákvæmi, verklagni og sjálfstæði auk færni í mannlegum samskiptum. Bíll til umráða er kostur.

Störfin eru hluti af vinnumarkaðsátaki Reykjavíkurborgar í samvinnu við Vinnumálastofnun, ætluð námsmönnum 18 ára og eldri á milli anna í námi (þ.e að koma úr námi og skráðir í nám í haust).
Ráðningartímabilið nær yfir tvo mánuði í sumar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sameykis. Starfshlutfall er 100%.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Trausti Traustason, sigurdur.trausti.traustason hjá reykjavik.is