Sumarstörf: Móttaka og miðlun

Sumarstörf: Móttaka og miðlun

Móttaka gesta og upplýsingamiðlun í safnhúsum Listasafns Reykjavíkur
Umsóknarfrestur: 25.05.2020

Sótt er um starfið HÉR

Óskað er eftir starfmönnum við móttöku og upplýsingamiðlun í safnhúsum Listasafns Reykjavíkur – Ásmundarsafni, Hafnarhúsi og Kjarvalsstöðum. 

Starfið felur í sér virkt samtal við gesti safnsins um sýningar og annað efni sem safnið miðlar. Aðstoð við ýmsa viðburði sem eru á dagskrá safnsins ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Leitað er að námsmönnum sem stunda nám eða hafa reynslu og/eða þekkingu á sviði listfræði, myndlistar, hönnunar, safnafræði, miðlunar eða tengdum fögum. 

Leitað er að jákvæðum, sjálfstæðum og skapandi einstaklingum sem hafa haldgóða þekkingu á íslenskri myndlist, hafa til að bera hæfni í mannlegum samskiptum og eiga auðvelt með að tjá sig við fólk á öllum aldri.

Störfin eru hluti af vinnumarkaðsátaki Reykjavíkurborgar í samvinnu við Vinnumálastofnun, ætluð námsmönnum 18 ára og eldri á milli anna í námi (þ.e að koma úr námi og skráðir í nám í haust).

Ráðningartímabilið nær yfir tvo mánuði í sumar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Sameykis. Starfshlutfall er 100%.

Nánari upplýsingar veitir Marteinn Ó. Tryggvason Tausen, marteinn.tausen hjá reykjavik.is