Starfsfólk óskast á kaffihús Frú Laugu í Hafnarhúsi

Hefur þú áhuga á að bjóða gestum og gangandi upp á hollar og léttar kaffiveitingar í skemmtilegu umhverfi á Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi?

Starfsfólk óskast á lítið kaffihús, Frú Laugu, í miðborginni.
Vinnutími er frá kl 09.00 til 17.00 alla daga vikunnar og til kl. 22.00 á fimmtudögum.
Um er að ræða afgreiðslu kaffiveitinga og létt eldhússtörf sem fela í sér að smyrja gómsætar samlokur o.s.frv.

Vaktir og laun eru samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar í síma 862 6200.