Spennandi námskeið um myndlist Ragnars Kjartanssonar

Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir spennandi námskeiði um myndlist Ragnars Kjartanssonar. Námskeiðið er í fjórum hlutum og tekur fyrir myndlist Ragnars út frá mismundandi listgreinum. Í verkum hans fléttast saman myndlist, leikhús, tónlist og bókmenntir með fjölbreyttum hætti. Fagfólk á hverju sviði flytur erindi um þær skírskotanir sem Ragnar vinnur með og hvaða hlutverki þær kunna að gegna í list hans.

Fyrirlesarar eru Auður Ava Ólafsdóttir listfræðingur, Benedikt Erlingsson leikari og leikstjóri, Elísabet Indra Ragnarsdóttir dagskrárgerðarmaður og Ragnar Helgi Ólafsson rithöfundur og listamaður.

Markús Þór Andrésson, sýningarstjóri sýningarinnar Guð hvað mér líður illa, verður með inngang að hverju þema. Þátttakendur verða margs vísari um listsköpun Ragnars Kjartanssonar en jafnframt um listir almennt. 

Listleikni eru heiti námskeiða sem Listasafn Reykjavíkur heldur fyrir fólk á öllum aldri. Í boði er fræðsla um myndlist og þjálfun í ýmsum verklegum og skapandi þáttum.

Námskeiðið Ragnar Kjartansson baksviðs fer fram aðra vikuna í september. Þátttökugjald er kr. 28.000.

Fimmtudagur 7. sept. kl. 17–19
Auður Ava Ólafsdóttir – Listasaga

Laugardagur 9. sept. kl. 11–13
Benedikt Erlingsson – Leiklist 

Sunnudagur 10. sept kl. 11–13
Elísabet Indra Ragnarsdóttir –  Tónlist 

Fimmtudagur 14. sept. kl. 17–19
Ragnar Helgi Ólafsson – Bókmenntir

Hægt er að skrá sig hér