Skáldaupplestur og jólaplatti að hætti frú Poulsen

Jólaplatti á Kjarvalsstöðum

Kaffihúsið á Kjarvalsstöðum stendur fyrir skáldaupplestri í hádeginu á fimmtudögum í desember og byrjar fyrsti upplesturinn þann 3. desember kl. 12.15 þegar Guðmundur Andri Thorsson kemur og les uppúr bók sinni Og svo tjöllum við okkur í rallið um föður sinn Thor Vilhjálmsson. Í desember verður jafnframt boðið uppá glæsilega jólaplatta að hætti frú Poulsen, verð á plattanum er kr. 4.500.