Síðustu sýningardagar á Sol LeWitt og Hafnarhús – pakkhús hugmynda í miðborginni

Síðustu sýningardagar á Sol LeWitt og Hafnarhús – pakkhús hugmynda í miðborginni

Nú eru að verða síðustu forvöð að sjá tvær sýningar í Hafnarhúsi: Hafnarhús – pakkhús hugmynda í miðborginni lýkur fimmtudaginn 16. júlí og Sol LeWitt lýkur sunnudaginn 19. júlí.

LeWitt er talinn einn helsti forvígismaður hugmyndalistarinnar, alþjóðlegrar hreyfingar sem hófst á sjöunda áratugnum. Sýningin spannar þrjátíu ár á ferli LeWitts og inniheldur mikilvægar veggteikningar og dægurlist frá því snemma á ferlinum, auk síðari verka, þar á meðal nokkurra sem sýna markverðar umbreytingar á ferli LeWitts á níunda og tíunda áratugnum.

Sýningin Hafnarhús – pakkhús hugmynda í miðborginni er haldin í tilefni þess að í ár eru 20 ár frá því að hluti Hafnarhússins varð einn af þremur húsakostum Listasafns Reykjavíkur. Á sýningunni er Hafnarhúsið í forgrunni og saga þess og umbreyting í listasafn sýnd í gegnum meðal annars teikningar og ljósmyndir. Einnig er skoðað hvernig safnbyggingin sem rými vinnur með listinni og tengist umhverfi sínu borgarrýminu.