Síðustu sýningadagar á Frumefni náttúrunnar

Síðustu sýningadagar á Frumefni náttúrunnar

Sýningunni Frumefni náttúrunnar eftir Brynhildir Þorgeirsdóttur lýkur á mánudag, annan í hvítasunnu, 10. júní.

Verk Brynhildar er að finna í öllum helstu söfnum landsins auk safna  í ýmsum löndum austan hafs og vestan. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars tvisvar fengið úthlutun úr The Pollock- Krasner Foundation.

Af verkum í almenningsrýmum má nefna Landslagsmynd í Garðabæ, Klett sem stendur við Leirvoginn í Reykjavík, og Pendúl hússins í Menntaskólanum í Kópavogi. Einnig stendur útilistaverk eftir Brynhildi í Alingsås í Svíþjóð.