Síðustu dagar sýningarinnar Innrás II í Ásmundarsafni

Síðustu dagar sýningarinnar Innrás II í Ásmundarsafni

Innrás Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter á sýningunni List fyrir fólkið í Ásmundarsafni lýkur sunnudaginn 12. ágúst.

Hrafnhildur glæðir sýninguna skemmtilegu lífi með því að hylja verk Ásmundar, sveipa þau dýrðarljóma og bæta við þau eigin skúlptúrum. 

Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter hefur verið valin sem fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringinn á Ítalíu árið 2019. Hún hefur haldið stórar sýningar um allan heim. Hrafnhildur býr og starfar í New York í Bandaríkjunum.