Síðustu dagar sýningarinnar D39 Jaðar í Hafnarhúsi

Síðustu dagar sýningarinnar D39 Jaðar í Hafnarhúsi.

Sýningunni D39 Jaðar eftir Emmu Heiðarsdóttur í D-sal Hafnarhúss lýkur sunnudaginn 22. september.

Á sýningu Emmu Heiðarsdóttur setur hún fram vangaveltur um stund og stað myndlistar. Hvar og hvenær hefst listupplifun, hve lengi varir hún og hvert ferðast hún með áhorfendum? Listaverkið leikur venju samkvæmt lykilhlutverk í öllu þessu ferli sem og sýningarstaðurinn – listasafnið. Emma snýr upp á þessa þætti og fær sýningargesti til að staldra við og íhuga reynslu sína.