Síðustu dagar sýningarinnar Að utan

Síðasti dagur sýningarinnar Jóhannes S. Kjarval: Að utan á Kjarvalsstöðum er sunnudagurinn 14. júní.

Á sýningunni eru verk sem Jóhannes S. Kjarval vann á árunum 1911 til 1928 og eiga það sameiginlegt að vera öll gerð utan landsteina Íslands. Sýnd eru málverk og teikningar sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir og gefa innsýn í mótunarár Kjarvals og áhrifavalda þessa mikilsvirta málara sem þekktastur er fyrir túlkun sína á íslenskri náttúru.