Síðustu dagar Abrakadabra

Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter, Chromazone, 2021.

Síðasti dagur sýningarinnar Abrakadabra – töfrar samtímalistar í Hafnarhúsi er sunnudagurinn 20. mars.

Við kynnumst töfrum samtímalistar á þessari skemmtilegu sýningu fyrir alla sem vilja sjá ný og spennandi verk eftir núlifandi listamenn. Markmiðið er að gera heim samtímalistar aðgengilegan. Í verkunum má sjá fjölbreytileika listarinnar, þau höfða til ímyndunaraflsins og skynfæranna, þar er fjallað um líkamann, sjálfsmyndina, náttúruna, samfélagið og ótal margt fleira. Við bjóðum unglinga, ungmenni og alla sem eru forvitnir um samtímalist sérstaklega velkomna!

A BRA KA BRA er jafnframt nýtt svæði á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur sem verður áfram aðgengilegt. Þar er að finna fróðleik sem eflir hugtakaskilning og menningarlæsi og hentar vel til kennslu og til að grúska í samtímalist.