Síðasta sýningarhelgi á Dýrslegum krafti

Síðasta sýningarhelgi á Dýrslegum krafti

Sýningunni Dýrslegur kraftur lýkur sunnudaginn 16. maí. 

Á sýningunni eru verk Errós frá ýmsum tímum sett í samhengi íslenskrar samtímalistar.  Verkin á sýningunni eru fjölbreytt og vísa til og/eða endurspegla á einn eða annan hátt þá fjölmörgu miðla sem Erró er þekktur fyrir og þann frjóa og kraftmikla hugmyndaheim sem birtist okkur í verkum hans.