Síðasta sýningarhelgi á Bráðnun jökla 1999/2019

Síðasta sýningarhelgi á Bráðnun jökla 1999/2019

Síðasti dagur sýningarinnar Bráðnun jökla 1999/2019 eftir Ólaf Elíasson í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi er sunnudagurinn 2. febrúar.

Árið 1999 tók Ólafur Elíasson myndir af nokkrum tugum jökla á Íslandi. Tuttugu árum síðar sneri hann aftur til að ljósmynda jöklana á nýjan leik.

Á sýningunni sameinar ný ljósmyndaröð myndir frá 1999 og 2019 og sýnir fram á þá djúpstæðu ógn sem steðjar að loftslagi okkar.