Samtal sýningastjóra um Иorður og niður á vefsvæði Scandinavia House í New York

Samtal sýningastjóra um Иorður og niður á  vefsvæði Scandinavia House í New York

Samtal um sýninguna Иorður og niður sem stendur nú yfir í Portland Museum of Art í Bandaríkjunum má sjá í kvöld, þriðjudag 10. maí kl. 23.30 (19.30 að staðartíma) en vefspjallið er á vegum Scandinavian House í New York.

Sýningin opnar í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi þann 13. október á þessu ári og fer þaðan á Bildmuseet í Umeå, Svíþjóð.

Samtalið má sjá HÉR og verður áfram aðgengilegt á netinu.

Myndlistarsýningin er unnin í samstarfi þriggja listasafna, Portland Museum of Art í Maine-fylki í Bandaríkjunum, Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð og Listasafns Reykjavíkur á Íslandi. Þar eru ný verk eftir 30 listamenn sem takast á við þær breytingar sem eru að verða á samfélagi, náttúru og lífríki í upphafi 21. aldarinnar og eru að stórum hluta tilkomnar vegna loftslagsbreytinga. Sýningarstjórar eru Jaime DeSimone, Anders Janson og Markús Þór Andrésson og skrifa þau ítarlega um listamennina. Andri Snær Magnason ritar um loftslagsmál, Elizabeth Bischof skrifar um sögu kortlagningar á norðurslóðum og Åsa Ossbo fjallar um álitamál í samskiptum sænskra yfirvalda og samískra frumbyggja.

Markmið sýningarinnar er að rýna í breytingar sem eru að verða í samfélagi og umhverfi í gegnum gleraugu samtímalistarinnar. Viðfangsefnum má nokkurn veginn skipta í þrennt út frá hugðarefnum listamanna: samfélagsleg, líkt og barátta frumbyggja sem og fólksflutningar milli landa og heimsálfa; áhrif loftslagsbreytinga á náttúruna, sem birtast okkur til dæmi með bráðnun jökla og breyttu hitastigi jarðar; og svo gróður og dýralíf, hvort sem er í sjó eða á landi.