Opnun: D28 Örn Alexander Ámundason: Nokkur nýleg verk

Nokkur nýleg verk í D-sal Hafnarhússins.

Sýningin Nokkur nýleg verk eftir Örn Alexander Ámundason opnar í D-sal Hafnarhússins fimmtudaginn 27. október kl. 17.

Sýningarstjóri er Yean Fee Quay.

Á sýningunni dregur Örn nokkur nýleg verk fram í dagsljósið. Hann bætir við óhefðbundinni en fullkomlega einlægri lýsingu þar sem hann segir áhorfendum frá listaverkunum sem eru til sýnis og ennfremur þeim sem eru það ekki. Hann veltir því fyrir sér hvort það skipti máli hvað maður sýnir. Ef það skiptir ekki máli, hvernig ákveður maður hvað á að sýna og hvernig?

Örn Alexander (f. 1984) útskrifaðist frá Listaháskólanum í Malmö (BFA, 2009 og MFA, 2011). Síðasta einkasýning Arnar á Íslandi var Hópsýning í Nýlistasafninu árið 2015. Örn hlaut sænska Edstrandska styrkinn árið 2013.

Sýningin Nokkur nýleg verk stendur til 1. janúar 2017.