Opnum aftur 4. maí

Opnum aftur 4. maí

Safnhús Listasafns Reykjavíkur verða opnuð almenningi aftur mánudaginn 4. maí 2020 í samræmi við afléttingu stjórnvalda á samkomubanni.

Þá verða alls átta myndlistarsýningar í boði í húsunum þremur, Sol LeWitt, Sæborg, Röð og regla og Ekki brotlent enn í Hafnarhúsi, Lífsfletir og Að utan á Kjarvalsstöðum og Undir sama himni og Ásmundur fyrir fjölskyldur í Ásmundarsafni.

Verið er að skipuleggja leiðsagnir og aðra viðburði fyrir gesti safnsins – fylgist með á heimasíðunni og á samfélagsmiðlum. 

Við hlökkum til að taka á móti ykkur að nýju!