25.01.2016
Nýr kynningar- og markaðsstjóri

Áslaug Guðrúnardóttir hefur tekið við af Berghildi Erlu Bernharðsdóttur sem kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur. Áslaug starfaði sem fréttamaður á Fréttastofu RÚV 2004-2015. Áslaug er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA próf í heimspeki frá Háskóla Íslands.
Berghildur Erla kveður starfið og fer í kynningar- og markaðsstjórastarf á Höfuðborgarstofu. Berghildur þakkar kærlega fyrir samfylgdina síðustu ár.