Nýr Instagram reikningur

Erró: Sókrates 1968
Instagram reikningur Listasafns Reykjavíkur var hakkaður af óprúttnum aðila í lok síðasta árs og því höfum við stofnað nýjan reikning: Listasafn Reykjavíkur / Reykjavík Art Museum. Fylgjendahópurinn okkar á gamla reikningnum var kominn hátt í 10.000 manns og því vonumst við til þess að fljótt bætist í hópinn á nýja reikningnum.
 
Það verður mikið um að vera hjá Listasafni Reykjavíkur á nýju sýningarári – safnið fagnar 50 ára afmæli Kjarvalsstaða og 40 ára afmæli Ásmundarsafns og boðið verður upp á fjölmargar sýningar og viðburði.

Fylgist með okkur á Instagram og deilið með okkur myndum ykkar úr safninu á #listasafnreykjavikur og #reykjavikartmuseum.