Non plus ultra: Sýningarlok

Síðasti dagur sýningarinnar Non plus ultra eftir Steinunni Önnudóttur í Listasafni Reykjavíkur, D-sal Hafnarhúsi, lýkur sunnudaginn 12. maí. Í verkum sínum fæst Steinunn við málverkið í víðum skilningi, rannsakar efniseiginleika þess og birtingarmyndir í sögu og samtíma.

Sýning Steinunnar Önnudóttur er eins konar kyrralífsmynd, bæði málverk og innsetning í senn. Í eltingarleiknum við raunveruleikann ber á átökum milli efnis og ásetnings. Steinunn nálgast verkið á forsendum málverksins þar sem hún teygir á hugtakinu að formi, efni og áferð.