Myndlistarverðlaun ársins 2021

Myndlistarverðlaun ársins 2021

Listasafn Reykjavíkur hlaut í dag sérstaka viðurkenningu Myndlistarráðs fyrir röð veglegra sýningaskráa sem gefnar hafa verið út í tilefni yfirlitssýninga á verkum listamanna hafa á heilsteyptum ferli sínum skilað markverðu framlagi til þróunar íslenskrar listasögu. Sýningarnar sem settar hafa verið upp í sýningaröðinni eru Anna Líndal: LeiðangurHaraldur Jónsson: RófÓlöf Nordal: Úngl og nú Sigurður Árni Sigursson: ÓraVídd. Tilkynnt hefur verið að næst í röðinni sé Guðný Rósa Ingimarsdóttir, en sýning hennar verður sett upp í október á þessu ári. 

Una Björg Magnúsdóttir, myndlistarmaður, tók við hvatnignarverðlaunum ársins þegar Myndlistarverðlaun ársins 2021 voru afhent í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Menningar- og menntamálaráðherra, afhent Unu Björgu verðlaunin fyrir sýninguna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund sem var fertugasta sýningin í D-salar röð Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Sýningarstjóri var Aldís Snorradóttir. 

Sýningaröðin í D-sal hóf göngu sína árið 2007. Þar er listamönnum sem hafa mótandi áhrif á íslenska myndlistarsenu boðið að halda sína fyrstu einkasýningu í opinberu safni.

Myndlistarmenn ársins voru valin Libia Castro og Ólafur Ólafsson fyrir verkið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland sem sýnt var í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi og á götum úti við Stjórnarráð og Alþingi Íslands í byrjun október á síðasta ári, í samstarfi við tónlistar- og myndlistarhátíðina Cycle og Listahátíð í Reykjavík.

Myndlistarverðlaunin voru veitt í Listasafni Íslands í dag og auk ofangreindra hlaut Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá heiðursviðurkenningu Myndlistarráðs fyrir framlag sitt til myndlistar.

Listasafn Reykjavíkur óskar öllum verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju!