Myndlistarkennarar fjölmenntu á Kjarvalsstaði

Myndlistarkennurum á höfuðborgarsvæðinu var í gær boðið á kynningarfund á Kjarvalsstaði þar sem farið var yfir dagskrá vetrarins á Listasafninu og möguleikar safnafræðslu kynntir. Mjög góð þátttaka var á kynningunni og mikil ánægja meðal kennara sem fengu veglegt kynningarefni í hendur, leiðsögn um sýninguna Spor og þræði og greinargóða kynningu á starfsemi safnsins. Það verður sérstakt ánægjuefni að taka á móti nemendum til okkar í vetur og miðað við áhuga kennaranna er von á miklum fjölda í hús. Listasafn Reykjavíkur tekur árlega vel á móti fjölda nemenda á öllum skólastigum og eru heimsóknirnar öllum að kostnaðarlausu.