Menningarnótt 18. ágúst 2018

Það verður líf og fjör í safnhúsum Listasafns Reykjavíkur á Menningarnótt.

Í Hafnarhúsi verður 6 tíma dansgjörningur Tobias Draeger milli kl. 18-23 í Portinu. Boðið verður upp á fjórar leiðsagnir um sýninguna Einskismannsland og einnig fjölskylduleiðsagnir sem bakpokaferðalag með skemmtilegum þrautum. Þá verður sýnd kvikmyndin Highlands of Iceland. Á 2. hæð hússins verður starfræktur Pop-up vínbar á Menningarnótt.

Á Kjarvalsstöðum verður boðið uppá smiðju og ratleik fyrir fjölskyldur, félag Litháa stendur fyrir myndlistarsýningu, boðið verður upp á leiðsagnir um sýninguna Einskismannsland og strengjasveitin Spiccato flytur barokk tónlist eftir Bach og Vivaldi.

Í Ásmundarsafni verður opnuð þriðja innrásin í sýninguna List fyrir fólkið. Að þessu sinni sýnir Matthías Rúnar Sigurðsson verk sín. Matthías vinnur meðal annars höggmyndir í stein.

Ókeypis er á alla viðburði á Menningarnótt og eru allir eru velkomnir.