Menningarkort – gjöf sem gleður

Í desember stendur til boða að kaupa tvö Menningarkort á verði eins. Kortin koma í fallegu gjafaumslagi og eru virkjuð við fyrstu notkun. Tvö kort kosta þannig aðeins kr. 5.500.

Menningarkort Reykjavíkur er árskort í söfn Reykjavíkurborgar. Kortið veitir einnig 10% afslátt í Safnbúðum Reykjavíkur og veitingasölum safnanna. Fjölmörg mánaðarleg tilboð hjá samstarfsaðilum kortsins og ríflegur afsláttur af miðaverði á allar helstu lista- og menningarhátíðir í Reykjavík.