Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund: Síðasta sýningarhelgi

Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund: Síðasta sýningarhelgi

Sýningu Unu Bjargar Magnúsdóttur, Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund, í D-sal Hafnarhúss lýkur sunnudaginn 15. mars.

Una Björg (f. 1990) vinnur aðallega með skúlptúr. Hún finnur verkum sínum farveg í ýmsum munum og uppstillingum sem eru í raun sviðsetning fyrir verkin sjálf. Verkin eru oft hreyfanleg og/eða gefa frá sér hljóð. Þannig eru verkin kunnugleg en ögra á sama tíma ályktun áhorfandans.