Málverk eftir Kjarval og Júlíönu Sveinsdóttur á tvíæringi málaralistar í Belgíu

Nú stendur yfir sýningin On Landscapes á tvíæringi málaralistar í þremur listasöfnum á Vestur-Flæmingjalandi skammt frá Brussel í Belgíu. Listasafn Reykjavíkur lánaði fjögur verk eftir Jóhannes S. Kjarval og eitt eftir Júlíönu Sveinsdóttur á sýninguna.

Sýningin fjallar um landslagshefðina í málaralist og tekur yfir þrjú listasöfn - Roger Raveelmuseum, Museum Dhondt-Dhaenens (MDD) og Mudel safnið. Þetta er í sjötta sinn sem tvíæringur málaralistar fer fram. 

Verk Kjarvals eru til sýnis í Roger Raveelmuseum og þar er einnig verk Júlíönu Sveinsdóttur. 

Á sýningunni eru verk yfir 60 alþjóðlegra myndlistarmanna og má þar nefna Francis Alÿs, Etel Adnan, Doug Aitken, Andreas Eriksson og Wim Delvoye auk fjölda annarra þekktra landslagsmálara.

Sýningin stendur til 30 september. 

Nánari upplýsingar