Listin talar tungum á Kjarvalsstöðum

Listin talar tungum á Kjarvalsstöðum

Í vetur býður Listasafn Reykjavíkur upp á vikulega myndlistarleiðsögn á ýmsum tungumálum í samstarfi við Móðurmál – samtök um tvítyngi.

Í tilefni af alþjóðaviku döff, átaksviku Alþjóðasamtaka heyrnarlausra (WDF) verður fyrsta leiðsögnin á íslensku táknmáli, á Degi döff,
23. september kl. 11.00.

Yfirskrift átaksvikunnar er Full þátttaka með táknmáli

Ókeypis aðgangur.

Leiðsagnirnar í vetur verða svo framvegis á laugardögum kl. 13.00.

30. sept. Litháíska / Lietuvos
7. okt.     Þýska / Deutsch
14. okt.   Pólska / Polski
21. okt.   Franska / Français
28. okt.   Portúgalska / Português
4. nóv.    Sænska / Svenska
11. nóv.  Sjónlýsing 
18. nóv.  Íslenska fyrir byrjendur 
25. nóv.  Enska / English
2. des.    Filippseyska  / Pilipinong

Verið velkomin á Kjarvalsstaði á laugardögum.
Minnum á kaffihúsið fyrir léttan hádegisverð!

Aðgöngumiði á safnið gildir.