Listaverk vikunnar: Hvítu fiðrildin

Listaverk vikunnar: Hvítu fiðrildin

Listaverk vikunnar er Hvítu fiðrildin eftir Ásmund Sveinsson frá 1968. Verkið var sett upp í Ásmundargarði við Sigtún í gær á afmælisdegi Ásmundar, 20. maí.

Árið 1968 í viðtali við Morgunblaðið leit Ásmundur upp á verkið og kankvís á svip sagði hann „Fljúga hvítu fiðrildin kalla ég það“.

Verkið hlaut einnig annað einfaldara heiti Hvítu fiðrildin. En verkið er svo sannarlega á flugi. Það er eitt af þeim verkum sem Ásmundur gerði á síðari hluta ferils síns sem hafa þann eiginleika að þau eru hreyfanleg. En þetta fiðrildi blakar vængjunum og blöðkurnar í ytri hringnum snúa því í hring.