Listaverk vikunnar: Á hjóli

Á hjóli eftir Örn Þorsteinsson frá 1988.

Listaverk vikunnar er Á hjóli eftir Örn Þorsteinsson frá 1988. Verkið er staðsett við Bjarkarás í Stjörnugróf, Fossvogi.

Eitt af meginþemum í list Arnar er að kynnast og ná sambandi við tiltekin efni og draga fram í dagsljósið myndir sem eru faldar í efniviðnum. Kljást við formin.

Verk eftir Örn eru í eigu helstu listasafna landsins og eins hefur hann myndskreytt nokkrar opinberar byggingar, þ.á m. stóran vegg í Grensáslaug Borgarspítalans. Hann var einn af stofnendum Gallerí Grjóts á Skólavörðustíg 4a sem var listamannarekið galleri og virkt á árunum 1983 til 1989.

Árið 2019 er ár listar í almenningsrými hjá Listasafni Reykjavíkur. Hlaðið niður snjallforriti safnsins, Útilistaverk í Reykjavík, ókeypis fyrir Android og IOS.