Listaverk vikunnar: Á heimleið

Gunnfríður Jónsdóttir: Á heimleið

Listaverk vikunnar er Á heimleið eftir Gunnfríði Jónsdóttur frá 1947. Verkið er staðsett á í Hljómskálagarðinum.

Á heimleið er smágerð og fíngerð stytta af konu sem situr og virðist annaðhvort nýsest eða við það að standa upp. Styttan er sérstaklega áhugaverð á að líta frá hlið en þá sést hversu hnarreist konan situr og áhorfandinn getur velt fyrir sér eftir hverju eða hverjum er hún að bíða?

Gunnfríður Jónsdóttir (1889-1968) var fyrsta konan sem fékkst við höggmyndalist á Íslandi. Hún var brautryðjandi kvenna í höggmyndalist og var nálgun hennar íhaldsöm þar sem klassísk myndlist var henni efst í huga. 

Árið 2019 er ár listar í almannarými hjá Listasafni Reykjavíkur. Hlaðið niður snjallforriti safnsins, Útilistaverk í Reykjavík, ókeypis fyrir Android og IOS.