Listaverk vikunnar: Frumskógardrottningin

Listaverk vikunnar er Frumskógardrottningin eftir Erró frá 2015 sem er veggmynd á Íþróttamiðstöðinni Austurberg í Breiðholti.

Erró gaf Reykvíkingum verkið og útfærði það í samráði við Listasafn Reykjavíkur á tvær byggingar í Breiðholti, annars vegar á fjölbýlishús við Álftahóla og hins vegar á Íþróttamiðstöðina Austurberg. Hluti verksins á Álftahólum, sem nefnist Réttlætisgyðjan, var yfirfærður á vegginn íþróttamiðstöðvarinnar við Austurberg. Veggmyndirnar á Álftahólum og Austurbergi mynda þannig eina heild.

Sýningin Heimsferð Maós eftir Erró er nú til sýnis í Listasafni Reykavíkur Hafnarhúsi.