Listasafn Reykjavíkur óskar eftir rekstraraðila

Listasafn Reykjavíkur óskar eftir rekstraraðila til að taka að sér rekstur veitingasölu safnsins í Hafnarhúsi, Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík.

Listasafn Reykjavíkur er fjölsótt safn þar sem lögð er áhersla á skapandi umhverfi og góða þjónustu.

Veitingasalan er mikilvægur hluti heildar upplifunar gesta og því mikilvægt að rekstur og yfirbragð séu í góðu samræmi við starfsemi Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi.

Opið er daglega allt árið frá 10:00 – 17:00 og til kl. 20:00 á fimmtudögum.

Frekari upplýsingar veitir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Ólöf K. Sigurðardóttir, eða rekstrarstjóri, Anna Friðbertsdóttir, í síma 411-6400.

Hægt er að senda tillögur á netfangið: listasafn@reykjavik.is eða skila þeim á skrifstofu safnsins í Hafnarhúsi í síðasta lagi sunnudaginn 21. febrúar.