Listasafn Reykjavíkur lokað

Listasafn Reykjavíkur lokað

Safnhús Listasafns Reykjavíkur verða lokuð frá og með deginum í dag, til og með 19. október vegna samkomubanns vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Á meðan vinnur starfsfólk safnsins að nýrri sýningu á verkum Sigurðar Árna Sigurðssonar á Kjarvalsstöðum. Einnig er unnið að breytingum og endurbótum á húsnæði Ásmundarsafns þar sem aðstaða fyrir gesti verður bætt og aðgengi tryggt fyrir alla.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur að nýju - farið vel með ykkur!