Listasafn Reykjavíkur besta listasafn borgarinnar fjórða árið í röð

Grapevine

Listasafn Reykjavíkur er besta listasafn í Reykjavík samkvæmt Grapevine og er þetta í fjórða árið í röð sem safnið fær þessa útnefningu. Í umsögn um safnið í Grapevine kemur m.a. fram að útnefningin eigi ekki að koma neinum á óvart,  enn og aftur sé Listasafnið sigurvegari í þessum flokki. Safnið sé staðsett á þremur stöðum í borginni. Hafnarhúsið  sé nútímalegt, staðsett í miðborginni og þar séu fjöldi menningarviðburða. Á Kjarvalsstöðum sé alltaf hægt að ganga að góðum sýningum og föstu sýningarnar séu hreint út sagt ótrúlegar. Þá sé gott að fara með börn á Kjarvalsstaði því þar sé sérstök barnasmiðja. Ásmundarsafn fær einnig góða einkunn fyrir frábærar sýningar og framsækna sýningarstefnu. Takk fyrir Grapevine.