Listasafn Reykjavíkur auglýsir stöður móttökustjóra og móttökufulltrúa

Móttaka Hafnarhúss

Leitað er að hugmyndaríkum og jákvæðum einstaklingum til starfa í kraftmiklum starfshópi. Um er að ræða 70-80% störf á vöktum. 

Móttökustjórar og móttökufulltrúar sinna daglegu starfi í móttökum, safnverslunum og við gæslu listaverka í sýningarsölum safnsins. Starfsmenn í móttöku miðla upplýsingum um sýningar til gesta. Viðkomandi þurfa að eiga gott með að tjá sig við ýmsar aðstæður við fólk á öllum aldri með ólíkan menningarlegan bakgrunn.

Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur þar sem tækifæri gefst til að kynnast fjölbreytileika myndlistar og öðlast dýpri skilning á sögulegu, félagslegu, menningarlegu og listrænu samhengi sköpunarverka listamanna. Safnið er til húsa á þremur stöðum í Reykjavík: í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni. Starfsmenn skulu geta sinnt starfinu í öllum safnhúsum Listasafns Reykjavíkur.

Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2021.

Nánari upplýsingar má finna á vef Reykjavíkurborgar; https://reykjavik.is/laus-storf/oll-storf og hjá Marteini Tausen, þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur, í síma 4116400 eða á marteinn.tausen hjá reykjavik.is