List fyrir fólkið fær 4 og 1/2 stjörnu í Morgunblaðinu

Myndlistargagnrýni í Morgunblaðinu 24.08.2017

„Gott flæði er á milli verkanna og sýningin er í senn aðgengileg, falleg fyrir augað og hreyfir við fólki eins og listamaðurinn lagði ávallt áherslu á. Hér gefst kjörið tækifæri til að kynna sér feril [Ásmundar Sveinssonar] eins af okkar helstu brautryðjendum á sviði höggmyndalistar."

Þetta segir  Aldís Arnardóttir myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins um sýninguna List fyrir fólkið sem nú stendur yfir í Ásmundarsafni. Aldís gefur sýningunni fjóra og hálfa stjörnu.